Next: ALMENNT UM LATEX
Up: LATEX stýriskrár fyrir rit,
Previous: Efnisyfirlit
Á Unix vélum Veðurstofunnar er LATEX umbrotskerfið það forrit sem
mest er notað til allrar ritvinnslu.
Ágætis lýsingu á notkun þess er að finna í bókunum
LATEX-- A document preparation system -- Users guide and
reference manual (Lamport 1994) og
The LATEX companion (Goossens o.fl. 1994) og í ritinu
The not so short introduction to LATEX2
(Oetiker o.fl. 1995).
Í greinargerð þessari er ekki ætlunin að kenna notkun LATEX heldur
fyrst og fremst að lýsa nokkrum hjálpartækjum sem ég hef sett saman og
geta nýst hverjum þeim er hyggur á útgáfu hugverka sinna samkvæmt þeim
stöðlum sem nú gilda um útlit plagga Veðurstofunnar.
Þó eru einnig látin fljóta með nokkur lykilatriði um notkun LATEX, til
hægðarauka fyrir þá sem eru að nota LATEX í fyrsta sinn eða nota það
sjaldan.
Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-04-13