next up previous Efnisyfirlit
Next: Notkun LATEX Up: LATEX stýriskrár fyrir rit, Previous: INNGANGUR

ALMENNT UM LATEX

Til að skrifa LATEX skjal má nota hvaða ritil (e. editor) sem er. Inni í textaskránni eru gefnar stýriskipanir sem segja til um útlit skjalsins þegar það hefur verið meðhöndlað með LATEX. Þannig er t.d. byrjað á nýjum kafla með skipuninni \chapter og nýjum undirkafla með því að skrifa \section. Forritið túlkar svo stýriskipanirnar og setur upp kaflaheiti eða fyrirsagnir samkvæmt gefnum forskriftum. Forskriftum þessum má breyta og með því breyta hegðan skipananna. Þannig getur sama skipunin, t.d. \section, gefið mismunandi útlit fyrirsagna eftir því hvaða forrskrift eða stýriskrá er notuð. Helsti kosturinn við þetta fyrirkomulag er að almennur notandi þarf einungis að muna nokkrar skipanir til að geta komið frá sér bráðhuggulegum ritlingum. Til að brjóta skjöl í samræmi við núgildandi reglur um útlit plagga Veðurstofu Íslands höfum við sett saman stýriskrár sem breyta skilgreiningum nokkurra algengra LATEX skipana þannig að þær virki svo sem reglurnar segja til um. Skrárnar heita skyrsla.sty, greinargerd.sty og smarit.sty og er ætlað að stjórna umbroti skýrslna (rita), greinargerða og smárita Veðurstofunnar. Notkun skráa þessara er lýst í kafla 3.



 

Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-04-13