next up previous contents
Next: Myndir Up: ALMENNT UM LATEX Previous: ALMENNT UM LATEX

Notkun LATEX

Fremst í LATEXskjali þarf að vera lína af gerðinni \documentclass{klasi} þar sem klasi getur verið letter, article, report eða book. Á undan texta skjalsins kemur skipunin \begin{document}, þá textinn og aftast er gefin skipunin \end{document}. Ef skjalið sem brjóta á heitir skra1.tex er LATEX keyrt með því að gefa skipunina
%latex skra1
Þá verður til skráin skra1.dvi, þar sem dvi stendur fyrir ,,device independent format``. Hana má skoða á skjánum með því að gefa skipunina
%xdvi skra1
og prenta út með skipuninni
%dvips skra1
Til að búa til PostScript skrá er forritið dvips keyrt með o flagginu, þ.e.
%dvips -o skra1.ps skra1
og verður þá til skráin skra1.ps sem inniheldur PostScript utgáfu af skjalinu.



 

Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-04-13