next up previous contents
Next: LATEX og HTML Up: Notkun LATEX Previous: Myndir

Tilvitnanir og heimildaskrár

Hluti af LATEX kerfinu er forritið BIBTEX sem sér um að halda utan um tilvitnanir og setja upp heimildaskrá í samræmi við óskir notandans. Hægt er að sækja tilvísanir í gagnagrunn og þannig endurnýta eldri vinnu sína og annarra. Til að setja upp heimildaskrá í samræmi við núgildandi drög að staðli Veðurstofunnar var búin til skráin vi.bst og er hún notuð þegar BIBTEX er beitt á skjöl sem sett eru upp með stýriskránum þremur. BIBTEX virkar bærilega þegar ritin eru á ensku, en vegna sérstöðu íslenskunnar nýtist forritið illa í ritum á íslensku, enda eru þá notuð full nöfn íslenskra höfunda sem vitnað er til en ekki eingöngu eftirnöfn líkt og gert er í ritum á enskri tungu. Fremur einfalt er að ljúga sig fram hjá þessum annmörkum. Þegar BIBTEX er keyrt á skrána skra1.tex verður til skráin skra1.bbl. Hún inniheldur heimildaskrá fyrir skjalið og tilvísanir þær sem notaðar eru inni í textanum. Fljótlegt er að breyta bbl skránni þannig að tilvísanirnar og uppsetning heimildaskrár séu í samræmi við íslenskar málvenjur. Vilji menn hins vegar fremur nota handaflið við gerð tilvísana og uppsetningu heimildaskráa var skilgreind ný tegund af lista, s.k. Hlisti, sem nota má til að setja upp heimildaskrána. Dæmi um notkun hans er sýnt í kafla 3.1.


next up previous contents
Next: LATEX og HTML Up: Notkun LATEX Previous: Myndir
Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-04-13