| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 961021 - 961027, vika 43

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Þessi vika var yfirfarin um miðjan desember 1999 og nokkrir skjálftar endurstaðsettir. Einnig var bætt við sérkortum af landshlutum.
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Alls voru 334 atburðir skráðir í vikunni, þar af 1 sprenging.
Suðurland
Hengillinn hristist og skalf að venju. Nokkrir skjálftar mældust við Krísuvík og á Suðurlandsundirlendi.
Norðurland
Nokkur virkni var norður af landinu, hún virðist nokkurn veginn safnast í punkta á 2 NV-SA línum. Einn skjálfti upp á 1.5 varð á Tröllaskaga.
Hálendið
Hrinan við Tugnafellsjökul minnkaði smám saman og skjálftarnir með, flestir skjálftarnir voru á bilinu 1.5 - 2.3. Mýrdalsjökull hélt áfram að skjálfa að vestanverðu (stærstur 2.65 þann 23.) og Eyjafjallajökull skalf einu sinni honum til samlætis. Í Þórisjökli mældist einn skjálfti og annar SA af Skjaldbreið.
Margrét Ásgeirsdóttir