| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980112 - 980118, vika 03

Til að prenta kortið má nota
postscript
Áframhaldandi rólegt nema hvað smá hrina gerði vart við sig á Hengilsvæðinu í lok vikunnar.
Suðurland
Stærstu skjálftarnir á Hengilsvæðinu voru af stærð kringum 2.5 og áttu upptök sín annars vegar við Skarðsmýrarfjall og hins vegar nálægt Hveragerði. Sá síðarnefndi fannst í Hveragerði.
Norðurland
Á mánudagsmorgun, þ. 12, klukkan tæplega 7 fannst skjálfti á Sauðárkróki. Skjálftinn var af stærð 2.6 og átti upptök sín tæplega 10 km norður af bænum. Annars var nokkuð rólegt eftir að hrinunni austan Grímseyjar lauk.
Hálendið
Í þessari viku má nefna smá skjálfta (0.6) í Þórisjökli og tvo skjálfta norðan og austan Torfajökulssvæðisins.
Enn er gangur í Mýrdalsjökli.
Alltaf mælast einhverjar sprengingar á virkjunarsvæði Sultatangavirkjunnar.
Steinunn S. Jakobsdóttir