| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980202 - 980208, vika 06
Til að prenta kortið má nota
postscript
Suðurland
Hengillinn var rólegur fram að helgi en þá byrjaði að skjálfa samtímis
í grennd við Ölkelduháls og suðvestantil í Ölfusi. Skjálftarnir voru
þó allir smáir. Stöku skjálftar mældust á Reykjanesi og tveir á
Selvogsgrunni.
Norðurland
Ekki urðu margir skjálftar á Norðurlandi þessa vikuna. Smá hrina varð þó
austan Grímseyjar.
Hálendið
Fáeinir skjálftar urðu í grennd við Heklu og Torfajökul,
nokkrir í Mýrdalsjökli og einn í Vatnajökli við Skaftárkatla.
Skjálftar norðvestan Heklu eru sennilega flestir sprengingar vegna Sultartangavirkjunar en þar sem
það er enn óstaðfest eru þeir enn með á kortinu.
Einhver skjálftavirkni mældist í grennd við jarðskjálftamælistöðina
á Kálfafelli á Síðu en þar sem hún sást aðeins á einni stöð er erfitt að
ákvarða hvar hún var upprunnin. Tvennskonar skjálftavirkni mældist, annarsvegar
mjög nálægt Kálfafelli og hinsvegar heldur lengra frá, sem virtist vera úr
austurátt.
Meira kemur á þessa síðu um þetta
síðar.
Palmi Erlendsson