| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980302 - 980308, vika 10

Til að prenta kortið má nota
postscript
Í vikunni mældust 480 jarðskjálftar á landinu, auk sprenginga við Sultartanga og Geldinganes.
Suðurland
Megnið af skjálftum vikunnar voru á Hengilssvæðinu og í Ölfusi. Stærsti skjálftinn þar varð 5. mars kl. 10:48 skammt norðan við Hveragerði og var hann um 3 stig á Richter kvarða. Einnig mældist nokkuð af skjálftum á Suðurlandsundirlendinu og við Kleifarvatn, þar var stærsti skjálftinn 2 stig. Þá mældust nokkrir smáskjálftar í Mýrdalsjökli.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi voru nokkrir skjálftar, mjög dreifðir.
Hálendið
Rólegt var á hálendinu og engir skjálftar mældir.
Þórunn Skaftadóttir