Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980316 - 980322, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Alls voru staðsettir 345 skjálftar í vikunni, auk sprenginga á Geldinganesi og við Sandafell. Sprengingarnar eru ekki sýndar á kortinu.

Hengilssvæðið

Fyrri hluta vikunnar urðu nokkrar smá hrinur á Hengilssvæðinu, í grennd við Ölkelduháls og Hrómundartind. Stærsti skjálftinn, um 3 á Richterkvarða, varð að kveldi mánudagsins 16.3. og fannst lítillega í Hveragerði.

Einnig varð lítil hrina suður af Skálafelli. Skjálftarnir virðast hafa orðið á 2-4 km dýpi á sprungu með strik nærri N-S og halla um 73 gráður til vesturs. Strikstefnan er svipuð striki sprungna sem sjást á yfirborði á þessum slóðum. Flestir skjálftanna eru sniðgengisskjálftar.

Suðurland

Nokkrir litlir skjálftar á víð og dreif um skjálftabeltið vestanvert.

Norðurland

Stakir skjálftar urðu bæði á Flateyjar-Húsavíkur misgenginu og í Grímseyjar skjálftabeltinu.

Hálendið

Nokkrir skjálftar urðu í Geitlandsjökli, á sömu slóðum og hrinan í síðustu viku (viku 11). Ekki hefur skolfið þarna undanfarna dag og virðist því hrinunni lokið.

Einn skjálfti var staðsettur við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli og annar í nágrenni Torfajökuls.

Sigurður Th. Rögnvaldsson