![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Alls voru staðsettir 345 skjálftar í vikunni, auk sprenginga á Geldinganesi og við Sandafell. Sprengingarnar eru ekki sýndar á kortinu.
Einnig varð lítil hrina suður af Skálafelli. Skjálftarnir virðast hafa orðið á 2-4 km dýpi á sprungu með strik nærri N-S og halla um 73 gráður til vesturs. Strikstefnan er svipuð striki sprungna sem sjást á yfirborði á þessum slóðum. Flestir skjálftanna eru sniðgengisskjálftar.
Einn skjálfti var staðsettur við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli og annar í nágrenni Torfajökuls.