Myndin sýnir jarðskjálfta á Hengilssvæðinu vikuna 16.3.-22.3.1998 (vika 12). Skjálftarnir eru táknaðir með rauðum doppum, skjálftamælar Veðurstofunnar með þríhyrningum. Fjólublá strik eru sprungur sem kortlagðar hafa verið á yfirborði. Grænir ferningar eru staðsetningar borholna, fengnar úr gagnagrunni Orkustofnunar.
Fjórir skjálftar urðu undir vinnslusvæði Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum.
Skjálftarnir norðan og vestan Hrómundartinds (Hr á myndinni hér fyrir ofan) raða sér á línu samsíða Ölfusvatnsá. Upptakagreining skjálftanna bendir til að þeir hafi orðið á a.m.k. þremur sprungum með stefnu nærri N-S.
Skjálfaþyrpingin sunnan Skálafells varð á sprungu með strik nærri N-S og halla um 73 gráður til vesturs.