| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980601 - 980607, vika 23

Til að prenta kortið má nota
postscript
Úrvinnslu fyrir þessa viku er ekki lokið.
Á kortinu eru sýndir skjálftar frá tímabilinu 1/6 til klukkan 07:00 þann 3/6, og frá sunnudeginum 7/6.
Suðurland
Vikan var viðburðarík. Klukkan 21:37 á fimmtudagskvölið (4/6) varð einn stærsti
skjálfti sem orðið hefur á eða nærri Íslandi undanfarin 11 ár, að undantekinni
Bárðarbungu þar sem skjálftar af svipaðri stærð hafa mælst, sá síðasti 29 september
1996. Upptök skjálftans eru á 6 km dýpi undir þjóðvegi númer eitt á Hellisheiði.
Stærð skjálftans var 5.1.
Skjálftinn varð í kjölfar kroftugrar hrinu sem hófst undir Ölkelduhálsi
aðfaranótt miðvikudags.
Sjálfvirkur hugbúnaður Veðurstofunnar staðsetti yfir 6000 skjálfta frá
miðvikudegi til sunnudags.
Kort sýna sjálfvirkar staðsetningar fyrir dagana
3,
4,
5 og
6 júní.
Norðurland
Hrina skjálfta fyrir suðaustan Herðubreið, sem hófst 23. maí, hélt áfram.
Stærsti skjálftinn varð klukkan 17:12 á mánudeginnum. Stærð hans var 3.7.
Hálendið
Skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli og nærri Hagavatni sunnan Langjökuls.
Einar Kjartansson