| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980608 - 980614, vika 24

Til að prenta kortið má nota
postscript
Þessi síða er enn í vinnslu.
Úrvinnslu mælinga frá 9. júni er ekki lokið.
Suðurland
Jarðskjálftavirkni í vikunni einkenndist af efterköstum kröftugrar hrinu á
Hengilssvæðinu
sem náði hámarki með skjálftum á Hellisheiði
að kvöldi 4. júni. Alla vikuna mældust yfir 200 skjálftar á dag.
Utan Hengilssvæðisins urðu allmargir skjálftar við Lambafell
austan Þrengsla, við Kleyfarvatn og
um miðbik Suðurlandsskjálftabeltisins.
Seinni hluti vikunnar einkenndist af mjög mörgum litlum skjálftum, sem
mældust víða á jarðskjálftasvæðum á Suðvesturlandi.
Til dæmis mældist einn skjálfti við Surtsey.
Norðurland
Athyglisverðir jarðskjálftar urðu rétt vestan Hríseyjar. Stærstu
skjálftarnir voru á föstudagskvöldið
og aðfaranótt laugardags, en þá urðu 3 skjálftar af stærð um og yfir 2.
Þessir skjálftar fundust í Yztabæ í Hrísey. Allst mældust ríflega 20
skjálftar við Hrísey.
Allmargir skjálftar mældust í Öxarfirði og á báðum helstu brotabeltunum
fyrir Norðurlandi.
Hálendið
Jarðskjáfltavirkni hélt áfram við við Herðubreiðartögl, en virknin þar
er fer þó minnkandi.
Einn skjálfti mældist í Dyngjufjöllum norðan Öskjuops og
tveir skjálftar mældust undir Skaftárkötlum í Vatnajökli.
Almennt
Að frátöldum eftirskjálftum á Skálafellssprungunni, má segja að
að skjálftavirkni dagana 11-14 júní hafi verið lík þeirri virkni sem
er að jafnaði þegar ekkert sérstakt er að gerast, nema að skjálftar
eru mun fleiri á flestum skjálftasvæðum landsins en venjulegt er.
Í skjálftunum þann 4. júní varð höggun sem nemur
nokkrum tugum sentimetra, á brotfleti sem er allmargir ferkílómetrar
að flatarmáli.
Þessi höggun veldur breytingu á spennu um allt
land og hefur greinileg áhrif þar sem jarðskjálftavirkni er viðvarandi.
Við skjálftana urður breytingar á hitastigi í jarðhitaholum
syðst í Ölfusi í og
greinilegar breytingar mældust á þenslumælum veðurstofunnar á Suðurlandi.
Einar Kjartansson