| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 980615 - 980621, vika 25
Til að prenta kortið má nota
postscript
Í vikunni hafa verið staðsettir um 760 atburðir, þar af um tugur sprenginga
í Geldinganesi og við Sandafell. Ég er ekki búinn að fara yfir
alla þá skjálfta sem staðsettir voru sjálfvirkt sunnudaginn 21.6.
en þá var töluverð virkni í grennd við Hrómundartind.
Suðurland
Nokkuð jöfn virkni var á Hengilssvæðinu fyrri hluta vikunnar, um 100
skjálftar á dag, flestir á sömu slóðum og stóri skjálftinn 4. júni
(í viku 23).
Að kveldi föstudagsins 20. júní hófust hrinur á tveimur stöðum,
um 2 km NNA af Hrómundartindi og nærri Villingavatnsselfjalli, um 2 km ASA af
Hrómundartindi.
Mikið dró úr virkninni eftir að skjálfti um 3.2 að stærð varð nærri
Kyllisfelli kl. 09:57 þann 21. júní.
Skjálftinn fannst a.m.k. í Grafningi, Grímsnesi, á Laugarvatni og í
Biskupstungum.
Nokkrir stakir smáskjálftar urðu í skjálftabeltinu á Suðurlandi.
Í Þverárhlíð í Borgarfirði varð skjálfti, 1.8 að stærð, kl. 09:23
laugardaginn 20.6.
Upptök skjálftans eru um 10 km NV af Húsafelli á svipuðum slóðum
og skjálftarnir 1974.
Þá varð þarna skjálftahrina sem stóð í meira en tvo mánuði. Stærsti
skjálftinn í þeirri hrinu var um 5.5 að stærð.
Norðurland
Rólegt var úti fyrir Norðurlandi þessa vikuna.
Hálendið
Skjálftahrina varð nærri Grímsvötnum að kveldi þann 15.6. og fundust
fimm skjálftanna á Grímsfjalli. Sá stærsti var um 2 að stærð og er hann
sýndur á kortinu. Töluverð óvissa er í staðsetningunni.
Sigurður Th. Rögnvaldsson