Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980622 - 980628, vika 26

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Hátt í þúsund skjálftar mældust þessa vikuna, flestir (ca. 700) á Hengilssvæði og í ölfusi.

Suðurland

Nokkuð jöfn virkni var á Hengilssvæðinu þessa vikuna. Miðvikudaginn 24. júní var nokkur virkni við suðurenda Kleifarvatns. Örfáir skjálftar á Suðurlandsundirlendi alla vikuna.

Norðurland

Virknin við Norðurland var mest um helgina. Þó mældust nokkrir skjálftar rétt norðaustan Grímseyjar mánudaginn 22. júní.

Hálendið

Einn skjálfti mældist við Þórisjökul og annar við Högnhöfða. Einnig mældist skjálfti vestan við Hrafntinnusker.

Steinunn S. Jakobsdóttir