Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980907 - 980913, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Mældur var 331 skjálfti í vikunni auk allmargra sprenginga.

Suðurland

Nokkuð var um dreifða skjálfta á Suðurlandi, og í Ölfusi voru allir skjálftar smáir, utan einn nærri Hrómundartindi, sem var 3.2 stig. Stærsti skjálftinn var í Húsfellsbruna vestan við Bláfjöll, þann 12. kl 23:31, 4.1 stig. Honum fylgdu aðeins fáir skjálftar.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi voru skjálftar dreifðir. Sá stærsti var 3.1 stig, 13 km SSA af Grímsey.

Hálendið

Hæst ber hrinu í og sunnan við Þórisjökul. Stærstu skjálftarnir voru þann 7. kl 09:30 og 09:35, 4.2 og 4.1 stig. Þá voru skjálftar í Mýrdalsjökli, Torfajökli og Hrafntinnuhrauni. Við Grímsfjall var skjálfti 3.4 stig og vestan við Esjufjöll 2.8 stig.

Þórunn Skaftadóttir