Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 980831 - 980906, vika 36

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Nokkuð róleg vika, en þó voru ýmsar smáhrinur í gangi.

Reykjanes

Nokkur virkni var við Sveifluhálsinn seinni part vikunnar. Nokkrir skjálftar mældust í Húsfellsbruna í útjaðri Heiðmerkur, austur af Búrfelli og norðaustur af Húsfelli. Einnig mældust skjálftar nyrst í Brennisteinsfjöllum.

Suðurland

Nokkuð hefðbundin virkni var á Hengilssvæinu og á Suðurlandsundirlendi. Einn skjálfti mældist við Vestmannaeyjar.

Norðurland

Um miðbik vikunnar var virkni á Húsavíkursprungunni og smáhrina mældist við Grímsey. Stærsti skjálftinn við Grímsey mældist 3.2 á Richterkvarða.

Hálendið

Þó nokkrir skjálftar mældust við Geitlandsjökul í Langjökli þessa vikuna, auk skjálfta í Þórisjökli og sunnan Hagavatns. Tveir skjálftar mældust undir vestanverðum Mýrdalsjökli og einn í Vatnafjöllum.

Steinunn S. Jakobsdóttir