Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Skjálftar vikunnar voru nálægt 400. Sprengingar mældust á Sultartanga og í Geldinganesi. Virknin var nokkuð jöfn alla vikuna, kringum 50 skjálftar á dag, en þó skar sunnudagurinn 4. október sig örlítið úr með rúmlega 100 atburði. Flestir þeirra voru í Henglinum og í Ölfusi.
Smáskjálftahrinur mældust í Kleifarvatni, í Fagradalsfjalli og í Hengli. Þær stóðu allar stutt yfir, t.d. urðu nær allir Hengilsskjálftar vikunnur á tímabilinu 4:20 til 12:00 sunnudaginn 4. október.
Rólegt úti fyrir Norðurlandi. Skjálftar norðan og austan Grímseyjar auk þess sem nokkur virkni var fyrir mynni Eyjafjarðar. Einn smáskjálfti mældist í grennd við Reykjahlíð og annar við Bláfjallshala í Mývatnssveit.
Mest bar á skjálftum í Mýrdalsjökli. Flestir voru þeir í honum vestanverðum og telst það til hefðbundinnar haustvirkni þar. Einn skjálfti mældist Kötlumegin. Einn skjálfti varð í Hrafntinnuskeri, einn í Heklu, einn í Þórisjökli og einn í Öskju.