Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 981214 - 981220, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Gos hófst í Grímsvötnum að morgni þess 18. Skjálftavirkni hófst þar um 03:30 um morguninn. Úrvinnslu á skjálftagögnum er ekki lokið og munu fleiri atburðir væntalega vera staðsetjanlegir. Einhver færsla getur orðið á þeim sem komnir eru vegna endurstaðsetninga. Nánari upplýsingar um gosið er að finna á heimasíðu Jarðeðlissviðs.

Suðurland

Talsverð virkni var á Hengilssvæðinu, mest í grennd við Ölkelduháls. Einnig heldur virkni áfram á upptakasvæði hrinunnar sem var um miðjan nóvember á sunnanverðri Hellisheiði og við Hjalla. Þá voru nokkrir atburðir í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli.

Norðurland

Virkni mjög lítil fyrir norðan.

Hálendið

Ekki eru neinir jarðskjálftar á hálendinu fyrir utan hræringarnar við Grímsvötn.

Kristján Ágústsson