Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 981228 - 990103, vika 53

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Síðustu gosóróahviður í Grímsvötnum mældust mánudaginn 28/12.

Alls voru 390 skjálftar staðsettir í vikunni.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu var virknin aðallega við Súlufell. Þann 29/12 var mikil smáskjálftahrina þar á tímabilinu kl. 04 - 06. Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu var kl. 0424, M=2.0.

Þann 31/12 (Gamlársdag) milli kl. 11 og 12 var smáskjálftahrina við Krísuvík á Reykjanesi.

Norðurland

Mjög lítil skjálftavirkni var úti fyrir Norðurlandi

Hálendið

Nokkrir skjálftar mældust við Steinsholt í Eyjafjallajökli (29/12 og 2/1). Einnig var skjálfti undir Mýrdalsjökli þ. 3/1 kl. 0746,, M=2.6.

Þann 30/12 kl.0502 var skjálfti undir vestanverðum Hofsjökli, M=2.1.

Á Gamlársdag voru 2 skjálftar í Skjaldbreið, kl. 0914, M=2.2 og kl. 0915, M=1.5.

Við Fjósaskarð í vestanverðum Langjökli voru 2 skjálftar þann 3/1, kl. 0139, M=1.0 og kl. 0830, M=1.3.

Enginn skjálfti mældist í Vatnajökli

Gunnar B. Guðmundsson