Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990104 - 990110, vika 01

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Um þrjúhundruð skjálftar eru skráðir þessa vikuna. Stærsti skjálftinn sem mældist var á Reykjaneshryggnum, u.þ.b. 62.1 N - 25.2 V. Hann mældist 3.4 á Richter. Nokkrir örítið minni skjálftar mældust í kjölfarið á svipuðum slóðum.

Suðurland

Þann 6. janúar kl. 13:31 fannst skjálfti víðs vegar á Suðurlandi. Hann reyndist eiga upptök í Hestfjalli og mældist af stærð 3.2. Nokkur virkni var á hefðbundnum svæðum á Hengilssvæði og í Ölfusi. Einnig var nokkur virkni við Kleifarvatn og syðst í Brennisteinsfjöllum.

Norðurland

Rólegt var úti fyrir Norðurlandi og virknin dreifð.

Hálendið

Nokkrir skjálftar mældust í Eyjafjallajökli fyrri hluta vikunnar. Einn skjálfti mældist undir Þórisjökli og einn við Skjaldbreiði.

Steinunn S. Jakobsdóttir