Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990111 - 990117, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Í vikunni mældust 147 jarðskjálftar auk nokkurra sprenginga.

Suðurland

Í Ölfusinu voru aðeins smáskjálftar svo og við Kleifarvatn, auk nokkurra dreifðra skjálfta á Suðurlandsundirlendinu.

Norðurland

Nokkrir dreifðir skjálftar voru úti fyrir Norðurlandi, sá stærsti var norðan við Grímsey 2 stig.

Hálendið

Stærstu skjálftar vikunnar voru 2.5 stig á Mývatnsöræfum og í Hofsjökli. Þá var smáskjálftahrina í Rauðfossafjöllum. Einnig mældust, auk allnokkurra skjálfta á gamalkunnum skjálftasvæðum, einn á Víðidalstunguheiði og annar við Hveravelli.

Þórunn Skaftadóttir