Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990125 - 990131, vika 04

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

Til að prenta kortið má nota postscript

Alls voru staðsettir 180 jarðskjálftar í vikunni og nokkrar sprengingar.

Suðurland

Lítil virkni var á Suðurlandi. 12 skjálftar voru staðsettir við Krísuvík og 58 á Hengilssvæðinu og í Ölfusinu. Einn skjálfti var staðsettur við Vestmannaeyjar, stærð 1.7.

Norðurland

28.janúar mældist skjálfti að stærð 2.4 um 1.5 km SA af Kópaskeri. Nokkrir minni skjálftar mældust á svæðinu bæði fyrir og eftir. Sama dag var smáhrina um 10-15 km NA af Grímsey.

Hálendið

Einn skjálfti (1.5) mældist vestan við Landmannalaugar, einn (1.0) við Eyjafjallajökul, tveir (1.9 og 1.9) norðan við Hveravelli, einn (1.2) undir Eiríksjökli, einn undir Langjökli, einn (1.1) á Lokahrygg og einn (1.2) við Skjaldbreið.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir