Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990412 - 990418, vika 15

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Enn mjög rólegt, með smá virkni á víð og dreif.

Suðurland

Virknin á Suðurlandi er svipuð og í síðustu viku, en nú mælast nokkrir skjálftar við Vörðufell.

Norðurland

Nokkrir skjálftar mældust um 45 km norður af Siglufirði og voru þeir stærstu yfir 2 á Richter. Þetta voru stærstu skjálftarnir sem mældust þessa vikuna. Einnig mældust smáskjálftar við Kröflu.

Hálendið

Á sunnudag mældust tveir skjálftar við Herðubreidartögl og áfram heldur að skjálfa sunnan Langjökuls. Virknin minnkar ekkert í Eyjafjallajökli og skjálftavirkni hefur verið nokkur við Hrafntinnusker. auk þess mælast tveir skjálftar þessa vikuna í Mýrdalsjökli.

Steinunn S. Jakobsdóttir