| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 990621 - 990627, vika 25

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Í vikunni voru staðsettir 297 skjálftar og 4 sprengingar.
Suðurland
Mjög var með rólegra móti á Hengilssvæðinu og í Ölfusi. Allnokkur virkni suðvestan til í Sveifluhálsi og við Kleifarvatn þann 21. og 22., og mældist stærsti atburðurinn 2,4stig.
Norðurland
Hrina jarðskjálfta hófst eftir miðjan dag þann 22., um 30 km norður af Tjörnesi og um 30 km austnorðaustur af Grímsey. Mældust tveir stærstu skjálftarnir 3,4 stig. Þá urðu jarðskjálftar um 45 km norður af Grímsey, þeir stærstu 3,3 og 3,2 stig. Ennfremur urðu skjálftar rétt út af mynni Eyjafjarðar.
Hálendið
Skjálfti mældist vestast í Dyngjufjöllum, 2,5 stig. Þá má nefna atburði í Hamrinum og
Hofsjökli, skammt austan Rauðfossafjalla og við Sandvatn sunnan Langjökuls.
Barði Þorkelsson