Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990628 - 990704, vika 26

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Í vikunni mældust 375 jarðskjálftar auk nokkurra sprenginga. Hæst bar hrinur, sem voru samtímis við Kleifarvatn og á Kolbeinseyjarhrygg.

Aðfaranótt þess 1. júlí var allstór jarðskjálftahrina langt norður á Kolbeinseyjarhrygg (Jan Mayen svæði).

Suðurland

Smáskjálftahrina við Kleifarvatn stóð hæst þann 28. og 29. júní, en úr henni dró er á leið vikuna. Stærsti skjálfti hrinunnar var 2.3 stig. Í Hengli og Ölfusi voru einungus smáir skjálftar.

Norðurland

Töluverð dreif skjálfta var úti fyrir Norðurlandi. Nokkuð þétt hrina var þann 28. skammt sunnan við Kolbeinsey og var stærsti skjálftinn 3.7 stig.

Hálendið

Skammt austan við Öskju var skjálfti 2.4 stig, og annar minni í Ódáðahrauni NV af Öskju. Um 15 km SA af Bárðarbungu var einn 2.0 stig, og smáskjálftar í Skeiðarárjökli. Þá voru smáskjálftar vestan við Torfajökul, í Eyjafjallajökli og Langjökli.

Þórunn Skaftadóttir