| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 990705 - 990711, vika 27

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru 181 atburðir staðsettir. Þar af voru 12 sprengingar.
Suðurland
Lítil skjálftavirkni á Reykjanesi, Hengilssvæðinu og Suðurlandsundirlendi.
Þann 10. júlí kl. 06:38, var einn skjálfti (M=1.8) um 6 km norður af Surtsey.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi var fremur rólegt í vikunni en nokkrir skjálftar voru
um 43 km NNV af Grímsey. Einnig voru 2 skjálftar langt norður á Kolbeinseyjarhrygg
þann 8. júlí kl. 10:14 og 10:21.
Hálendið
Um 15 skjálftar voru undir Eyjafjallajökli. Flestir á um 8 km dýpi.
Einnig voru 3 skjálftar undir Mýrdalsjökli.
Tveir skjálftar voru í Vatnajökli (Lokahrygg) þann 7. júlí kl. 13:37, M=1.5 og
kl. 16:45, M=2.2.
Gunnar B. Guðmundsson