Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990712 - 990718, vika 28

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 609 jarðskjálftar og 6 sprengingar.

Suðurland

Upp úr kl.15 12.júlí hófst hrina við suðurvesturenda Kleifarvatns. Kl.17:59 varð skjálfti 2.9 að stærð og fylgdu nokkrir > 2 í kjölfarið. Hrinan stóð í um tvo sólarhringa, en á fimmtudeginum var orðið nokkuð rólegt á svæðinu. Milli kl.7 og 7:30 13.júlí urðu tveir jarðskjálftar norðan við Marteinstungu í Holtunum, 2.4 og 2.9 að stærð. Nokkrir smáir skjálftar voru staðsettir á svipuðum slóðum næstu tvo daga. Það var rólegt á Hengilssvæðinu í vikunni.

Norðurland

Fremur rólegt var á Norðurlandi í vikunni.

Hálendið

Frá miðvikudegi til sunnudags mældust 6 jarðskjálftar undir Eyjafjallajökli (stærstur 2.0) og 5 undir Mýrdalsjökli (stærstur 2.4). Órói mældist á Skammadalshóli, Miðmörk og á Snæbýli sem náði hámarki á sunnudagsnóttinni þegar jökulhlaup hófst í Jökulsá á Sólheimasandi. Um helgina mældust þrír skjálftar undir Langjökli (stærstur 1.8) og fjórir undir Þórisjökli (stærstur 1.4). Tveir skjálftar voru staðsettir nálægt Herðubreiðarlindum. Einn skjálfti mældist undir Hofsjökli. Tveir smáskjálftar mældust um 14 km SV af Heklu.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir