Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990816 - 990822, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

[Suðurland] [Reykjanes] [Hengilssvæði] [Bárðarbunga] [Lang-og Hofsjökull] [Askja] [Mýrdals- og Eyjafjallajökull] [Norðurland]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Róleg skjálftavirkni var þessa viku. Alls voru 219 jarðskjálftar staðsettir og þrjár sprengingar.

Suðurland

Þann 19. ágúst voru nokkrir skjálftar við Trölladyngju á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn þar var kl. 23:55, M=2.2. Nokkrir skjálftar voru í Bláfjöllum þann 22. ágúst milli kl. 18:30 og 20:00. Þeir voru frá 0.5 til 1.2 að stærð.

Á Hengillsvæðinu var lítil smáskjálftahrina um 2-3 km NA af Hrómundartindi þann 22. ágúst. Stærstu skjálftarnir voru um 1 að stærð.

Í Holtunum (við Holtsmúla) á Suðurlandi var lítil smákjálftahrina þann 20. ágúst á milli kl. 03-04. Allir skjálftarnir í hrinunni voru í kringum 0 að stærð.

Norðurland

Lítil skjálftavirkni var á og úti fyrir Norðurlandi.

Hálendið

Nokkrir skjálftar voru undir vestanverðum Mýrdalsjökli og undir Eyjafjallajökli.

Þann 22. ágúst kl. 16:19 var einn skjálfti að stærð 2 undir norðaustanverðum Hofsjökli.

Þann 18. ágúst kl. 01:09 var skjálfti undir Þórisjökli, M=0.6.

Gunnar B. Guðmundsson