Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990823 - 990829, vika 34

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Suðurland

Nokkuð róleg vika. Á sunnudag var smáhrina við norðanverðan Sveifluháls, stærsti skjálftinn mældist 2.7 á Richter. Meiri virkni var í Eyjafjallajókli en Mýrdalsjökli þessa vikuna, en aðeins mældust tveir skjálftar í vestanverðum Mýrdalsjökli. Þrír skjálftar mældust í Eyjafjallajökli á sunnudag milli kl 14:24 og 14:30 og voru stærðir þeirra á bilinu 1.6 - 2.0. Í kjölfar þeirra jókst hátíðnióróinn á Miðmörk örlítið í einhverja klukkutíma, en nokkuð er óljóst hvað veldur. Ekki er unnt að greina jarðskjálfta í þessum óróa.

Norðurland

Lítil og dreifð virkni þessa vikuna. Skjálftinn sem lendir í Þistilfirðinum er mjög illa staðsettur, þar sem erfitt var að lesa byrjunartíma fasanna. Fleiri slíkir ,,hægir" skjálftar urðu á svæðinu, en ekki var reynt að staðsetja fleiri því skekkjan í staðsetningunni gæti numið tugum kílómetra.

Hálendið

Skjálftar mælast við Hamarinn í Vatnajökli, í Langjökli og vestan Torfajökulssvæðisins.

Steinunn S. Jakobsdóttir