Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990830 - 990905, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 360 skjálftar, en hún hófst með talsverðri hrinu á Kolbeinseyjarhrygg á mánudag. Nokkrir eftirskjálftar komu næstu daga.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu og við Kleifarvatn voru smáskjálftar alla vikuna, en á sunnudag kom lítil hrina skammt frá Krísuvík, þar sem stærsti skjálftinn var 2.8 stig. Í Mýrdals- og Eyjafjallajökli voru nokkrir skjálftar, þeir stærstu 2.3 stig í vestanverðum Mýrdalsjökli.

Norðurland

Á og við Norðurland voru fáir skjálftar og smáir, þó komu nokkrir skjálftar 8-10 km NNV af Gjögurtá, þar sem sá stærsti var 2.5 stig.

Hálendið

Í Hrafntinnuskeri komu tveir skjálftar 2.4 og 2.2 stig. Þá mældust tveir skjálftar skammt norðan við Hveravelli 1.8 og 1.6 stig.

Þórunn Skaftadóttir