Þann 30. ágúst kl. 04:36 hófst jarðskjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg (68.15N,17.75V) um 180 km norður af Grímsey. Hrinan stóð fram eftir deginum en mesta skjálftavirknin var á milli kl 08:30 og 11:00. Í allt voru 143 skjálftar staðsettir í hrinunni þennan dag. Stærsti skjálftinn var kl. 09:13 og var stærð hans Ms=4.4 skv. GSSC (sjá einnig CSEM).
Um 2 mánuðum áður eða þann 1. júlí 1999 var jarðskjálftahrina enn norðar á Kolbeinseyjarhryggnum. Einnig voru nokkrir skjálftar þann 13. febrúar 1999 á SPAR brotabeltinu.
Á kortinu tákna rauðir fylltir hringir upptök jarðskjálfta. Fjólublá lína sýnir plötuskilin milli N-Ameríkuplötunnar og Evroasíuplötunnar. Svartir þríhyrningar sýna SIL jarðskjálftastöðvar.
Stækkuð mynd af upptökum jarðskjálftanna (svarti rammimm á myndinni hér fyrir ofan). Svörtu strikin sýna óvissuna í staðsetningunum.
Myndin sýnir óróavakaplott (Einar Kjartansson) frá nokkrum SIL stöðvum á Norðurlandi. Topparnir á myndinni sýna jarðskjálftana á Kolbeinseyjarhrygg.
Myndin sýnir stærð skjálftanna eftir tíma. Stærðirnar eru líklega vanmetnar.