Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 991108 - 991114, vika 45

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

185 Skjálftar voru staðsettir í vikunni. Allmargir smáskjálftar mældust í Skeiðarárjökli vegna hlaups, en þeir voru litlir og staðsetning þeirra er ónákvæm.

Suðurland

Smáskjálftar mældust á Suðurlandsundirlendi. Flestir þeirra voru í Holtum og Landssveit, en einnig suðvestur af Hestvatni.
Á Hengilssvæðinu, rúmlega 5 km norður af Hveragerði mældust nokkrir smáskjálftar.
Tveir skjálftar voru staðsettir í Eyjafjallajökli. Þrettán skjálftar voru staðsettir í og við Mýrdalsjökul, allir nema einn í vestari hluta hans.

Norðurland

Skjálftavirkni á Norðurlandi í síðustu viku var heldur meiri en vikuna þar áður. Í Tjörnesgrunninu, rúmlega 20 km norður af Tjörnesi kom smá hrina seinni part vikunnar. Skjálftarnir í þessari hrinu eru um M2 að stærð.
Einn skjálfti var staðsettur í minni Skagafjarðar, en annars raða skjálftarnir sér á hin þekktu brotabelti Norðurlands.

Hálendið

Einn skjálfti mældist í suðvesturhorni Langjökuls.

Vatnajökull

Uppúr klukkan 18:00 þann 11.nóvember jókst smáskjálftavirkni við Kálfafellsskjálftastöð Veðurstofunnar. (Ath! Sést best á Kálfafelli á 2-4Hz) Þessi smáskjálftavirkni sést einnig óljóst á Skrokkölduskjálftamæli og aðeins á mælistöðinni á Fagurhólsmýri. Þessi smáskjálftavirkni er líklega í tengslum við lítið hlaup í Skeiðará.

Kristín Jónsdóttir