Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 991122 - 991128, vika 47

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls voru 158 skjálftar staðsettir í vikunni.

Suðurland

Fátt markvert á Hengilssvæðinu og í Ölfusi. Sama má segja um Reykjanesskagann. Helsti atburðurinn á Suðurlandi var síðdegis þann 23. við Oddgeirshóla, 2.0 stig.

Norðurland

Lítil skjálftavirkni. Síðdegis þann 28. mældist skjálfti, 2,5 stig, um 25 km norður af Tjörnesi.

Hálendið

Fimm skjálftar mældust í vestanverðum Mýrdalsjökli og þar vestur af, sá stærsti 2,3 stig. Staðsetningar þeirra tveggja vestustu eru sennilega ekki mjög nákvæmar. Þá varð jarðskjálftahrina norðan til í Hofsjökli frá því skömmu fyrir miðnætti þann 22. til morguns þann 23. Mældist stærsti skjálftinn 2,3 stig. Fyrr þann 22. höfðu mælst tveir skjálftar þar og seint í vikunni mældust enn tveir skjálftar í jöklinum.

Barði Þorkelsson