Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000207 - 20000213, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Jarðskjálftar í vikunni voru fremur fáir og dreifðust á helstu skjálftasvæði landsins. Alls voru staðsettir 71 jarðskjálfti.

Suðurland

Á Reykjanesskaganum voru staðsettir um 20 jarðskjálftar, allir við Kleifarvatn og flestir vestan við vatnið. Innan við 10 skjálftar voru staðsettir á Hengilssvæðinu og í Ölfusi. Álíka margir skjálftar voru staðsettir á Suðurlandsundirlendi og var sá stær sti þeirra 2.3 á Richter rétt sunnan við Saurbæ í Holtum.

Norðurland

Þann 10. febrúar kl.19:58 varð skjálfti að stærðinni 3.3 á Richter í Öxarfirði. Í kjölfar hans kom smá skjálftahrina. Hrinunni lauk að mestu sama kvöld og voru stærstu skjálftarnir í henni 2.5 á Richter.

Hálendið

Tveir skjálftar mældust á Kili (rétt norðaustan við Langjökul). Einn skjálfti mældist í Hamrinum í Vatnajökli. Einn smáskjálfti var staðsettur vestan við Tungnafellsjökul.

Mýrdalsjökull

Þrír skjálftar mældust í vestanverðum Mýrdalsjökli sá stærsti þeirra mældist 2.6 á Richter. Þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Kristín Jónsdóttir