Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000221 - 20000227, vika 08

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Suðurland

Á þriðjudag var smáhrina nálægt Marteinstungu í Holtunum. Á miðvikudag var smáhrina austan við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn þar mældist 2.8 á Richter. Enginn skjálfti mældist á Mýrdals- og Eyjafjallajökulssvæðinu í vikunni. Eldgos hófst í Heklu kl.18:17, laugardaginn 26. febrúar. 60 skjálftar voru staðsettir á svæðinu frá kl.17:12 til 18:26, sá stærsti 2.2 á Richter.

Norðurland

Talsverð virkni var á Flateyjarmisgenginu í vikunni. Stærsti skjálftinn mældist 2.3. Einnig var nokkur virkni á Grímseyjarbeltinu. Einn skjálfti mældist við Mývatn.

Hálendið

Tveir skjálftar mældust suðaustan Langjökuls, 1.4 og 1.2 að stærð. Einn skjálfti mældist undir Vatnajökli, 1.5 að stærð.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir