Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000417 - 20000423, vika 16

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru 247 skjálftar staðsettir.

Suðurland

Þann 18. apríl kl. 19:49 var skjálfti að stærð 3 á Richter við Innstadal sunnan við Hengil. Skjálftinn fannst lítillega í Hveragerði og í Reykjavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Norðurland

Talsverð skjálftavirkni var úti fyrir Norðurlandi þessa viku. Dagana 17. og 18. apríl voru skjálftar norður af Mánáreyjum á Grímseyjarbeltinu. Þriðjudaginn 18. apríl var skjálftahrina í Eyjafjarðarál um 41 km vestur af Grímsey og um 50 km norður af Siglufirði. Þann 17. apríl frá því fyrir hádegi og fram eftir degi var skjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg um 500 km norður af landinu.

Hálendið

Einn skjálfti var undir Mýrdalsjökli þann 20/4 kl.03:23, M=1.3. Einn skjálfti var við Steinsholt undir Eyjafjallajökli þ. 21/4 kl. 01:37, M=0.3. Tveir skjálftar voru undir Langjökli, 18/4 kl.16:14, M=2 og 23/4 kl. 19:32, M=1.0. Einn skjálfti var undir vesturhluta Hofsjökuls, 17/4 kl. 11:08, M=1.0.
Sex skjálftar voru undir vesturhluta Vatnajökuls. Þar af var einn við Bárðarbungu og einn við Grímsvötn.

Gunnar B. Guðmundsson