Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000501 - 20000507, vika 18

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

208 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni.

Suðurland

Hrina smáskjálfta sem hófst 30. apríl í Holtunum var fram á næsta dag. Annars var virkni lítil og dreifð á Suðurlandi.

Norðurland

Hrina hófst um 10 km ANA af Grímsey aðfararnótt miðvikudagsins 3. maí. Stærstu skjálftarnir voru 3.1 (kl. 06:52) og 2.6 (kl. 07:00) stig á Richter. Virknin var mest þessa nótt (yfir 50 skjálftar), en hélt áfram á svæðinu fram á laugardag. Aðrir skjálftar á Norðurlandi voru dreifðir. Einn mældist á Hjaltadalsheiði eins og í síðustu viku, 1.4 að stærð.

Hálendið

Nokkrir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu. Undir Eyjafjallajökli norðanverðum voru 2 skjálftar staðsettir og 2 undir Mýrdalsjökli. Smáskjálftar mældust einnig undir Skeiðarárjökli.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir