Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000522 - 20000528, vika 21

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Áframhaldandi rólegheit. Um 80 skjálftar eru staðsettir þessa vikuna. Athyglisvert er hve virknin er dreifð um plötuskilin, en að vonum mælist virknin best þar sem mælarnir eru flestir. Tveir skjálftar með upptök við Jan Mayen komu fram á mælum Veðurstofunnar.

Suðurland

Nokkrir smáskjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu, sá stærsti um 1 á Richter. Svipað er að segja um Hengilssvæðið. Við Krísuvík og Kleifarvatn ná stærstu skjálftarnir stærðinni 1.5. Einn skjálfti mælist við Heklu.

Norðurland

Skjálftavirknin er dreifð um allt Tjörnesbrotabeltið, en auk þess mælast skjálftar við Mývatn og Þeistareyki. Engin þessara skjálfta nær stærðinni 2 á Richter.

Hálendið

Virkni mælist þvert yfir hálendið. Stærstu skjálftarnir mælast 2.4 við Kollóttudyngju og 2.2 við Grímsvötn, en auk þess mælast skjálftar við Öskju og við Veiðivötn. Einn skjálfti mældist norðan Hofsjökuls og einn í Eyjafjallajökli.

Steinunn S. Jakobsdóttir