Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20000605 - 20000611, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Lítil skjálftavirkni var þessa viku. Alls voru 101 atburðir staðsettir.

Suðurland

Í vikunni voru 9 skjálftar sem áttu upptök undir Heiðinni há á Reykjanesskaganum. Þeir voru á tímabilinu frá 6.-8. júní. Stærsti skjálftinn þar var þann 7. júní kl.17:00, M=2.4. Allir skjálftarnir voru á um 8 km dýpi.

Þann 10. júní mældust 7 smáskjálftar við Mykjunes í Holtum. Stærsti skjálftinn var kl. 03:52, M=1.0.

Þann 11. júní kl. 00:09 var skjálfti undir Surtsey sem var 1.6 að stærð.

Fáeinir skjálftar voru við Kleifarvatn og á Hengilssvæðinu.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi voru nokkrir skjálftar NA af Grímsey og inn í Öxarfirði. Einnig fyrir mynni Eyjafjarðar og við Flatey á Skjálfanda.

Á sunnudagskvöld (11.06.) voru 3 skjálftar norður á Kolbeinseyjarhrygg (70N). Sá fyrsti var kl. 22:39, M~3.1, annar var kl. 22:54, M~3.0 og sá þriðji var kl. 23:16, M~2.9.

Hálendið

Engin skjálfti mældist undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Tveir skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu. Einn skjálfti var undir Geitlandsjökli í Langjökli, einn undir Hamrinum í Vatnajökli og einn undir Skeiðarárjökli.

Gunnar B. Guðmundsson