Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20001009 - 20001015, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 207 jarðskjálftar.

Suðurland

Virknin á Suðurlandsundirlendinu var að mestu bundin við Holta- og Hestfjallssprungurnar, en minni en næstu vikur á undan. Stærsti atburðurinn á skjálftabeltinu varð hinsvegar við Langsstaði í Flóa, 1,9 stig. Þá urðu nokkrir skjálftar skammt suðvestan við Sandvatn. Fimm atburðir, 1,7-2,8 stig, urðu um 20 km suðvestur af Reykjanesi að kvöldi þess 11.

Norðurland

Tíðindalaust.

Hálendið

Alls voru 42 jarðskjálftar staðsettir í Mýrdalsjökli, allir vestarlega. Stærð þeirra reyndist 0,7-2,5 stig. Þá voru tveir atburðir staðsettir í sunnanverðum Eyjafjallajökli. Sex skjálftar, 1,6-2,1 stig, áttu upptök sín í Hofsjökli vestanverðum. Þá varð jarðskjálfti skammt austan Hamarsins í Vatnajökli.

Barði Þorkelsson