Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20001016 - 20001022, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Þessa vikuna mældust um 450 skjálftar vítt og breytt um landið. Stærstu skjálftarnir mældust í Mýrdalsjökli.

Suðurland

Virkni á Suðurlandi smá jókst í vikunni og á föstudagskvöld gerði smá hrinu í sunnanverðri Hestfjallssprungunni. Stærstu skjálftar voru um 2 á Richter og virknin minnkaði fljótt aftur. Þrír skjálftar mældust í Fagradalsfjalli, einn í sunnverðum Sveifluhálsi og einn við norðanvert Kleifarvatn, allir smáir. Nokkur virkni var við Hjallahverfið í Ölfusi, mest aðfararnótt laugardags, en allir skjálftarnir smáir.

Norðurland

Rólegt framan af vikunni, en um helgina gerði smá hrinu norðan Grímseyjar. Stærsti skálftinn mældist 2,4 á Richter.

Hálendið

Skjálftavirkni heldur áfram í Hofsjökli og mældust þar tveir skjálftar þessa vikuna. Á svæðinu norðan Sandfells, sunnan Langjökuls mældust þrír skjálftar allir undir 2 af stærð. Einn skjálfti mældist á Torfajökulssvæðinu (~2,4). Í Vatnajökli mældust fjórir skjálftar þessa vikuna, við Gjálp, á Lokahrygg nálægt Hamrinum, norðan í Bárðarbungu og við Kverkfjöll.

Mýrdalsjökull

Þrjátíu skjálftar mældust í Mýrdalsjökli þessa viku, þeir stærstu um 3 á Richter. Flestir skjálftanna eru í Goðalandsjöklinum, rétt austan við Fimmvörðuháls, en nokkrir eru innan öskjunnar.

Steinunn S. Jakobsdóttir