Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20001023 - 20001029, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í viku 43 mældust 210 skjálftar. Stærsti skjálftinn var í suðvestanverðum Mýrdalsjökli á þriðjudag 2.7 stig.

Suðurland og Reykjanes

Nokkuð dró úr skjálftavirkni á Suðurlandi frá fyrri viku. Stærsti skjálftinn var í Holtunum 1.6 stig. Á Reykjanesi voru 2 skjálftar við Fagradalsfjall og 2 skjálftar við Vigdísarvelli. Þeir voru allir minni en 1 stig. Á sunnudagskvöld mældist skjálfti u.þ.b. 20 km SV af Reykjanestá, 2.0 stig.

Norðurland

Á þriðjudag mældist skjálfti við Þeystareykjabungu 2.3 stig. Einnig urðu 4 skjálftar úti fyrir Norðurlandi.

Mýrdalsjökull og nágrenni

Í Mýrdaljökli og nágrenni mældust 45 skjálftar. Þar af 39 í Goðabungu í suðvestanverðum Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn var á þriðjudag 2.7 stig. Þetta er svipuð virkni og undanfarnar vikur. Á Torfajökulssvæðinu mældust 3 skjálftar.

Hálendið

Í Hamrinum í Vatnajökli mældist einn skjálfti 2.2 stig og einn skjálfti mældist í Hofsjökli 1.6 stig.

Vigfús Eyjólfsson