Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20001030 - 20001105, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 612 jarðskjálftar.

Suðurland og Reykjanes

Fyrstu daga vikunnar var mjög rólegt á svæðinu. Stærsti skjálfti sem mældist á Suðurlandi var 2.8 stig, staðsettur í nágrenni við Næfurholt á miðvikudeginum. Virknin fór aðeins að aukast á föstudagskvöldinu á Suðurlandi, aðallega á Holta- og Hestfjallssprungunum. Á laugardagskvöldinu kl. 21:20 hófst síðan hrina undir vestanverðu Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærstu skjálftarnir, sem fundust víða, voru kl. 22:28, 3.0 stig, kl. 22:38, 3.2 stig, og kl. 23:22, 3.0 stig. Á sunnudagskvöldinu höfðu mælst 428 skjálftar á svæðinu og var hrinan í rénun.

Norðurland

Það var mjög rólegt á Norðurlandi í vikunni. Aðeins 5 skjálftar mældust.

Mýrdalsjökull og nágrenni

39 jarðskjálftar voru staðsettir á svæðinu, flestir undir vestanverðum Mýrdalsjökli. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu 0.7-2.3 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir