| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20010205 - 20010211, vika 06
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
236 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni.
Suðurland
Smáskjálftavirkni heldur áfram á Holta- og Hestvatnssprungum.
Út af Reykjanesi mældust 5 skjálftar, 1.4 - 2.6 stig á Richter.
Norðurland
Kl. 04:45 laugardaginn 10. febrúar hófst hrina um 8 km SA af Flatey í Skjálfanda. Á næstu fjórum klukkustundum mældust um 40 skjálftar á 9-11 km dýpi. Stærsti skjálftinn var 2.4 stig á Richter. Aðrir skjálftar norður af landi voru frekar fáir og dreifðir.
Tveir skjálftar mældust við Mývatn, 1.2 og 1.1 að stærð.
Hálendið
21 jarðskjálfti mældist í Mýrdalsjökli. Einn var staðsettur í Kötluöskju (1.2 stig), en hinir voru í vestanverðum jöklinum. Skjálftarnir voru 0.6 - 2.4 stig á Richter. Einn skjálfti (1.2 stig) mældist á Torfajökulssvæðinu.
Fjórir skjálftar mældust við Hamarinn í Vatnajökli. Þeir voru 1.3 - 1.5 að stærð. Einn skjálfti (1.9 stig) mældist í Hofsjökli, einn (0.8) í Langjökli, einn í Öskju (1.2).
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir