Í vikunni mældust 118 skjálftar á landinu og umhverfis það, og auk þess ein sprenging í Krossanesi við Akureyri.
Suðurland
Á Suðurlandi var virknin mest á Holta- og Hestfjallssprungunum sem fyrr. Flestir voru skjálftarnir minni en 1 stig, sá stærsti var 2.0 stig syðst á Hestfjallssprungunni. Skammt norður af Surtsey varð skjálfti 1.1 stig.
Norðurland
Skjálftar voru fáir og smáir úti fyrir Norðurlandi. Sá stærsti var 2.3 stig, um 50 km NNV af Grímsey.
Hálendið
Í Mýrdalsjökli mældist einn skjálfti í norðurbrún öskjunnar, 1.5 stig, annar minni í vestanverðum jöklinum og sá þriðji sunnan við jökulinn. Á Torfajökulssvæðinu mældust 3 skjálftar 1 stig og minni. Fjórir skjálftar mældust í grennd við Grímsfjall 1.3 - 2.1 stig að stærð, og í Kverkfjöllum einn 2.1 stig. Þá var smáskjálfti í Öskju og skjálfti að stærð 1.5 stig varð efst í Tungudal um 10 km sunnan við Öxsndalsheiði. Sunnan við Langjökul var skjálfti að stærð 1.6 stig.