| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20020211 - 20020217, vika 07

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 147 atburðir, þar af fjórar sprengingar.
Suðurland
Nokkur virkni er enn á Holta- og Hestvatnssprungunum.
Norðurland
31 atburður mældist úti fyrir Norðurlandi, sá stærsti þann 14. febrúar, við
67. breiddargráðu, um 51 km
NNV af Grímsey, M=2.6 og var það stærsti atburður vikunnar. 12 skjálftar mældust í
lítilli hrinu í Öxarfirði þann 11. febrúar, sá stærsti var að stærð M=1.6.
Hálendið
65 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, þorri virkninnar var undir vestanverðum
jöklinum. Nokkrir skjálftar náðu yfir M=2, sá stærsti var að stærð M=2.2. Þrír atburðir
voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu og tveir í nánd við Grímsvötn. Þann 16. febrúar
og aðfaranótt þess sautjánda mældust þrír skjálftar um 22 km NV af Dreka í Öskju, sá
stærsti þeirra var að stærð M=2.1.
Halldór Geirsson og Þórunn Skaftadóttir