| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20020624 - 20020630, vika 26

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 223 atburðir.
Suðurland
Jarðskjálftavirkni á Suðurlandi var áberandi mest í tveimur sprungukerfum, í Hestfjalli annarsvegar og í Holtunum, í og norður af Árnesinu, hinsvegar. Skjálftarnir voru litlir, flestir innan við 1 á Ricther en þeir stærstu um 2.
Mýrdalsjökull
100 atburðir mældust í og við Mýrdalsjökul. Flestir eru þeir innan við 1 á Ricther en þeir stærstu eru um og yfir 2, sá stærsti 2.2 á Rictherskvarða.
Norðurland
Skjálftadreif var fyrir norðan, flestir úti fyrir landi. 17 skjálftar voru staðsettir og voru þeir allir innan við 2 á Ricther. Þann 24. júní mældist jarðskjálfti um 250 km NNA af Grímsey sem var 3.3 að stærð.
Hálendið
Tveir skjálftar mældust í vestari hluta Langjökuls. Sá stærri var 1.8 og sá minni 1.2 á Rictherskvarða. Í Vatnajökli mældust 10 skjálftar.
Kristín Jónsdóttir
Halldór Geirsson