| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20020715 - 20020721, vika 29

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
273 jarðskjálftar voru staðsettir síðastliðna viku, 15. til 21. júlí.
Suðurland
Nokkur virkni var á Hestvatns- og Holtasprungum (um 30 skjálftar), en langflestir voru smáskjálftar < 1 að stærð. Við Kleifarvatn urðu 5 skjálftar (0,1 - 0,8 stig).
Á sunndag 21. júlí mældust 11 skjálftar um 30 km út á Reykjaneshrygg, 1,2 - 2,7 stig. Á föstudag mældist einn skjálfti á hryggnum 90 km frá landi (2,2 stig).
Norðurland
Aðal skjálftavirknin fyrir norðan land var á tveimur stöðum NNV við Grímsey. Tæplega 40 km NNV við Grímsey mældust 40 jarðskjálftar, sá stærsti 3,0 stig. 15-20 km utar mældust um 10 skjálftar, stærsti 2,4 stig.
Hálendið
Einn skjálfti mældist í Dyngjufjöllum norðan Öskju á sunnudag, 1,3 stig.
Einn skjálfti, 1,3 stig, mældist við Kverkfjöll og 6 skjálftar, 0,7 - 1,3 stig, á Grímsvatnasvæðinu.
Á Mýrdals- og Eyjafjallajökulssvæðinu mældust um 90 skjálftar. Flestir voru undir vestanverðum Mýrdalsjökli. Stærð þeirra var á bilinu 0,2 - 2,3 stig, en þeir minnstu eru illa staðsettir.
Einn skjálfti 0,7 stig mældist vestast í Torfajökulskerfinu.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir