Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20021007 - 20021013, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 498 skjálftar auk nokkurra sprenginga. Stærsti skjálftinn var við Kleifarvatn 2.8 stig.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust aðeins dreifðir smáskjálftar, en vestan við Kleifarvatn kom skjálfti 2.8 stig, þann 7. kl 16:33. Honum fylgdu nokkrir smáskjálftar.

Norðurland

Nokkur virkni var skammt norður og austur af Grímsey. Stærsti skjálftinn þar var 2.5 stig að stærð.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli mældist 291 skjálfti, flestir í vestanverðum jöklinum. 23 þeirra voru 2.0 stig eða stærri, þeir stærstu 2.5 stig. Nokkrir smáskjálftar mældust í Eyjafjallajökli og Skeiðarárjökli, í Geitlandsjökli kom einn 2.6 stig og í Hofsjökli 1.4 stig.

Þórunn Skaftadóttir