Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20021111 - 20021117, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust á þriðja hundrað skjálftar og 10 sprengingar

Suðurland

Smáskjálftar á Holta- og Hestvatnssprungunum.

Norðurland

Framan af vikunni var lítil skjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi. Á fimmtudag (14/11) kl. 21:11 var skjálfti að stærð 2.8 um 45 km NNV af Grímsey. Þann 15/11 kl. 22:27 var skjálfti sem mældist 3.3 stig á Richter og átti upptök um 5 km NA af Gjögurtá. Skjálftinn fannst vel í Hörgárdal. Einnig fannst hann á Árskógsströnd, Húsavík og Aðaldal. Enginn eftirskjálfti fylgdi þessum skjálfta. Þann 17/11 voru 2 skjálftahrinur á Grímseyjarbeltinu. Sú fyrri var á Skjálfandadjúpi, um 22 km ASA af Grímsey og stóð hún með hléum frá um kl. 05 um morguninn og fram undir hádegi. Sú seinni var seinni part dags og átti upptök um 8 km NNA af Grímsey. Stærstu skjálftarnir í þessum smáskjálftahrinum voru um 2 að stærð.

Hálendið

Þann 15.11. áttu 6 skjálftar upptök um 10 km SV af Oki í Borgarfirði. Stærsti skjálftinn var 1 stig.

Einn skjálfti var undir Bárðarbungu, 11/11 kl. 11:45, M=2.4 og einn undir Kverkfjöllum. 12/11 kl. 15:36, M=2.

Á annað hundruð skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Flestir undir vesturhluta hans (Goðabungu). Stærsti skjáftinn þar var þann 14/11 kl. 15:26, M=2.4.

Gunnar B. Guðmundsson